Færsluflokkur: Matur og drykkur
2.5.2007 | 22:57
Til hamingju Alba!!!
Elísabet Alba vínþjónn ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2007 | 14:07
Sir Cliff Richards býr til vín
Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt er Sir Cliff Richards staddur á landinu og ætlar að halda hljómleika í laugardagshöll í kvöld. Hingað til hefur Sir Cliff einkumm verið þekktur fyrir að vera söngvari og tónlistarmaður en nú hefur hann haslað sér völl á nýjum vetvangi. Sir Cliff er nefnilega farinn að framleiða vín á vínekrum sínum. Vínin heitia Vida Nova og eru vínekrurnar á Guia Algarve. Það er víngerðarmaðurinn David Beaverstock sem sér um framleiðsluna fyrir Sir cliff en téður David var valinn víngerðarmaður Portúgals árið 1999.
Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um víngerð hins geðþekka söngvara er bent á að smella hér
14.3.2007 | 16:54
Góðir dómar í Gestgjafanum
í dag birtust dómar um VOX í Gestgjafanum. Við erum mjög ánægð með þá og hyggjumst skála í Kampavíni að því tilefni. Hvet alla sem geta nálgast gestgjafann að kynna sér málið og jafnvel fá sér líka kampavín ef þeir vilja....
Í hnotskurn er u dómar svona
Útlit 9 af 10
matur 9 af 10
þjónusta 8,5 af 10
Þetta er meðaltal þeirra einkunna sem dómararnir tveir gefa okkur. Annar þeirra dregur okkur niður um einn heilann í þjónustu fyrir það að honum fannst við gefa honum brauðið of seint, en það var það eina sem þeir í raun fundu að.
9.3.2007 | 15:56
Vínbloggi ýtt úr vör
Þá er komið að því að vínbloggi VOX verði hleypt af stokkum. Stefnan er að fjalla um vín vítt og breitt. Við ætlum að segja fólki frá því þegar við smökkum á einhverju sem okkur finnst sniðugt og jafnvel láta flakka einhverjar skemmtisögur af vaktinni á VOX.
Einnig ætlum við að birta hérna vínlistann okkar á VOX í heild sinni og þær breytingar sem gerðar verða á honum. Vínlistinn okkar á VOX hefur sjálfstætt líf því hann er síbreytilegur og það bætast reglulega á hann allskonar spennandi vín.
Öll koment eru vel þegin því það er von okkar að þessi síða verði lifandi hlutlaus umfjöllun um vín.
5.3.2007 | 15:58